Hljóma músíkmeðferð
  • Heim
  • Um Hljómu
  • Músíkmeðferðin
  • Námskeið & kennsla
  • Hljómheimurinn
  • Blær & stilla
  • Hafa samband
  • Skóladagatal
                                                                                                   
                                                                                   Í Hljómu er:


                                                                       EINSTAKLINGSMIÐUÐ SÉRTÆK TÓNLISTARKENNSLA
Nemendum á öllum aldri gefst kostur á að nálgast ólík hljóðfæri á heyrandi máta. Hin ýmsu hljóðfæri koma til greina, auk söngsins.
Einnig er hægt að fá að njóta sín í fjölbreytileika hljóðfæranna áður en eitt einstakt hljóðfæri verður fyrir valinu.
                                                                                               

                                                                                                BARNAHARPAN
10 vikna námskeið í litlum hópum á laugardögum fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára.

Opið er fyrir skráningu á Næstu námskeið.
​
​
Picture
​
* Tónlistarnámskeið - Einstaklingstímar 

Tónlistarnámskeið
Skapandi námskeið fyrir tónelsk börn þar sem sérstaða og hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Nemendur kynnast ólíkum hljóðfærum þar sem lifandi nálgun í samfléttingu við söng og hreyfingu er í fyrirrúmi. Kennt er í einstaklingstímum.


Píanókennsla
Nemendur nálgast hljóðfærið á myndrænan og skapandi hátt. Píanóleikur í virkri hlustun er byggður upp í samræmi við getu og áhugasvið nemandans, þar sem spilagleðin er í fyrirrúmi. Kennt er í einstaklingstímum.


Ummæli foreldra:
"Sonur minn er orkumikill og ákafur strákur en líka ljúfur og hrifnæmur. Þegar við stígum inn í litla, fallega húsið þar sem Inga tekur á móti börnunum skynjar maður strax ljúfa ró - “svona rólegt og huggulegt” eins og sonur minn hefur sagt. Hann hlakkar til í hvert sinn. Fyrir mig sem foreldri hefur verið dýrmætt að finna stað sem styður við það að finna vellíðan gegnum lágstemmda tónlistariðkun, og þar sem ríkir svo fallegur andi, sem barnið skynjar vel.  Slíkt tel ég mikilvægt mótvægi við fjörið og asann sem oft einkennir líðandi stund. Þannig staðir eru vandfundnir".
​

Picture

​
​* Barnaharpan - Hópnámskeið á laugardögum

Barnaharpan 2 - 4 ára

Á námskeiðinu kynnumst við barnahörpunni og einstökum hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað og tilvalið fyrir yngsta tónlistarfólkið. Við nálgumst hörpuna, önnur hljóðfæri og sönginn á hreyfandi og skapandi máta, og eigum saman einstaka stund í tónlistinni á laugardögum í litlum hóp.

Barnaharpan 5 - 6 ára
Á námskeiðinu kynnumst við ýmsum ólíkum hljóðfærum í lifandi samspili og virkri hlustun. Meðal annars barnahörpunni og einstökum hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað fyrir yngsta tónlistarfólkið. Við nálgumst hljóðfærin og sönginn á hreyfandi og skapandi máta, og eigum saman einstaka stund í tónlistinni á laugardögum.

​Námskeið Barnahörpu haustannar 2023 hefjast í september og eru samtals 10 skipti.
​

​Skráning : musikmedferd@hljoma.is 


Börn á 6. ári geta nýtt sér frístundastyrk Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar. 
Einnig er veittur afsláttur fyrir systkini.
​
Picture
Picture
Picture
​Hljóma músíkmeðferð | Austurgata 38, 220 Hafnarfjörður | Sími: 8655856 | musikmedferd@hljoma.is