Hljóma hefur verið starfrækt frá árinu 2014. Þar hefur Inga Björk Ingadóttir, stofnandi og eigandi sinnt músíkmeðferð og tónlistarkennslu
fyrir börn og ungmenni með ýmis konar áskoranir.
Einnig sinnir Hljóma tónlistariðkun og nýsköpun fyrir yngsta tónlistarfólkið.
fyrir börn og ungmenni með ýmis konar áskoranir.
Einnig sinnir Hljóma tónlistariðkun og nýsköpun fyrir yngsta tónlistarfólkið.
Hljómu er að finna í fallega svarta timburhúsinu við Austurgötu 38 - í hjarta Hafnarfjarðar.
Þar er aðstaða til músíkmeðferðar og tónlistarkennslu fyrir einstaklinga og hópa. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Músíkmeðferðin getur einnig farið fram í heimahúsi eða öðrum dvalarstað skjólstæðings. Allt eftir þörfum hvers og eins. |
Inga Björk Ingadóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 1999.
Hún nam músíkmeðferð við Musiktherapeutische Arbeitsstätte í Berlín á árunum 2001 - 2006. Í kjölfarið starfaði hún við músíkmeðferð og sértæka tónlistarkennslu í Þýskalandi og Austurríki á hinum ýmsu stofnunum, bæði á heilbrigðis - og uppeldissviði. Þar má m.a. nefna : - vinnu með börnum með sérþarfir - á sjúkrahúsi sérhæfðu í krabbameinslækningum við líknandi meðferð - með fjölfötluðum einstaklingum. Frá árinu 2011 hefur Inga Björk starfað á Íslandi við músíkmeðferð og tónlistarkennslu. Starfssvið hennar hafa m.a. verið : - vinna með börnum með ýmis konar áskoranir - vinna með börnum og fullorðnum með hreyfihamlanir - vinna með fullorðnum með Alzheimer og heilabilun - tónlistarkennsla yngsta fólksins Ásamt starfi sínu í Hljómu sinnir Inga Björk sértækri tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs. Einnig sinnti Inga Björk tónlistarkennslu í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum frá 2011 - 2019. Inga Björk er félagi í Físmús, félagi músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi, og var formaður félagsins 2015 - 2018. |